Um okkur

Eyþór Páll HaukssonEyþór Páll Hauksson, prentari, stofnaði Prentmiðlun í byrjun árs 2008.

Prentmiðlun býður upp á hagkvæmar lausnir í prentun fyrir fyrirtæki og einstaklinga innanlands sem utan. Prentmiðlun er óháð fyrirtæki og vinnur með sérhæfðum birgjum á hverju sviði. Fyrirtækið hefur átt farsælt samstarf við prentfyrirtæki bæði hérlendis og víðs vegar um Evrópu, Asíu og Ameríku en meðal þeirra eru m.a. eitt stærsta prentfyrirtæki í heiminum. Viðskiptavinir Prentmiðlunar eru m.a. bókaforlög, tímaritaútgefendur, einstaklingar og önnur fyrirtæki.

Hlutverk okkar
Eitt af helstu hlutverkum Prentmiðlunar er að leita hagstæðustu lausna fyrir viðskiptavini okkar auk þess sem við bjóðum upp á ráðgjöf og faglega aðstoð m.a. við val á pappír og efni. Við eigum mikið úrval sýnishorna af pappír og bókbandsefni, saurblöð, fólíur til gyllingar, lesmerkiborða o.fl.

Fyrirtækið hefur umsjón með móttöku verka, yfirfer prentskjöl, sér um samskipti við framleiðendur, prentun á vottuðum litaprufum, umsjón með prófarkaferli, framleiðslu, gæðaeftirliti og afgreiðslu vörunnar hér heima eða erlendis ásamt tollafgreiðslu ef um það er að ræða en Prentmiðlun afgreiðir vörur heim að dyrum til flestra landa.

Við hjá Prentmiðlun leggjum áherslu á vandaða framleiðslu og hagstæðar lausnir. Í tengslum við þá umræðu er gaman að geta þess að útflutningur er stór hluti af starfsemi fyrirtækisins en Prentmiðlun hefur undanfarin ár einnig boðið viðskiptavinum sínum upp á viðbótar þjónustu í vöruhýsingu og dreifingu, m.a. í Evrópu og Bandaríkjunum.

Prentmiðlun er umhverfisvottað fyrirtæki og með Svansvottun frá árinu 2019, þá hefur fyrirtækið hlotið viðurkenningu árin 2018 og 2019 frá Viðskiptablaðinu og Keldunni sem Fyrirmyndarfyrirtæki í rekstri.

Prentmiðlun ehf
Reykjavíkurvegur 70
220 Hafnarfjörður
Sími: 554 5800
Netfang: prentmidlun@prentmidlun.is
Kt. 440208-0290 – Vsk. númer: 97103

Starfsmenn
Eyþór Páll Hauksson framkvæmdastjóri, 862 3583 eythor@prentmidlun.is
Sigrún Edda Eðvarðsdóttir verkefnastjóri, 863 3326 sigrunedda@prentmidlun.is