Forvinnsla

lúpaMyndir skulu vera unnar í CMYK eða grátón (e. grayscale) sé um svarthvítar myndir að ræða. Við vinnslu mynda yfir í CMYK er mikilvægt að notaður sé réttur litaprófíll sem hentar þeirri pappírsgerð sem ætlunin er að nota.

Myndir þurfa að vera í 300 dpi upplausn til að tryggja hámarksgæði.

Prentmiðlun býður viðskiptavinum sínum upp á vottaðar GMG-litaprufur (GMG ColorProof) sé þess óskað.

Þannig geta viðskiptavinir okkar metið prentgæði einstakra mynda eða fengið sýnishorn af bókakápu sé þess óskað.
Tekið er við verkum til framleiðslu í PDF-formi nema annað sé tekið fram.