Fjölbreytt bókaprentun

Bókaprentun hefur frá upphafi verið það sem við hjá Prentmiðlun erum hvað þekktust fyrir. Við getum boðið upp á allar útfærslur í bókaprentun, í öllum mögulegum stærðum og gerðum. Stærsti hluti okkar framleiðslu fer fram erlendis eða allt eftir því hvað hentar hverju sinni hvað varðar gæði, verð, afhendingartíma eða afhendingarstað. Ef óskað er þá […]

Borðspil

Við sjáum um framleiðslu á borðspilum sem eru sérframleidd eftir óskum viðskiptavina hverju sinni. Í borðspilunum geta verið ýmsir hefðbundnir prentaðir íhlutir eða sérframleiddir úr t.d. plasti, málmi eða tré. Hægt er að fá sérsniðinn innri plastbakka þar sem hver hlutur á sinn stað. Borðspilin eru jafnan afgreidd í vönduðum öskjum, plastpökkuð og tilbúin í […]

Tímarita prentun

Bjóðum upp á hagstæð verð í prentun tímarita, fjölpósts og bæklinga, hvort heldur er vírheft eða fræst rit. Mjög mikið úrval í pappír og útfærslum á t.d. kápum hvað varðar lökk, upphleypingar, fólíur eða aðra sérvinnslu.

Kortaprentun

Við höfum undanfarin ár séð um prentun á landakortum fyrir útgefendur. Landakortin eru oftast afgreidd samanbrotin og pökkuð í sérsniðna plastvasa. Þær hámarksstærðir sem eru í boði eru 1200 x 1620 mm en hámarksstærð í brotvél er 1120 x 1600 mm.

Stafræn prentun í hörðu bandi

Við hjá Prentmiðlun getum boðið upp á stafrænt prentaðar bækur í bæði hörðu bandi og kilju, hvort heldur sem er svarthvítar eða í lit, saumaðar eða fræstar, nánast eins og um hefðbundna bókaprentun væri að ræða. Með stafrænni prentun er hægt að prenta mun færri eintök á hagkvæmari hátt og skemmri tíma en við hefðbundna […]

Forvinnsla

Myndir skulu vera unnar í CMYK eða grátón (e. grayscale) sé um svarthvítar myndir að ræða. Við vinnslu mynda yfir í CMYK er mikilvægt að notaður sé réttur litaprófíll sem hentar þeirri pappírsgerð sem ætlunin er að nota. Myndir þurfa að vera í 300 dpi upplausn til að tryggja hámarksgæði. Prentmiðlun býður viðskiptavinum sínum upp á […]