Bókaprentun

L1011871122Bókaprentun hefur frá upphafi verið það sem við hjá Prentmiðlun erum hvað þekktust fyrir. Við getum boðið upp á allar útfærslur í bókaprentun, í öllum mögulegum stærðum og gerðum. Stærsti hluti okkar framleiðslu fer fram erlendis eða allt eftir því hvað hentar hverju sinni hvað varðar gæði, verð, afhendingartíma eða afhendingarstað. Ef óskað er þá getum við séð um framleiðslu og afgreiðslu heim að dyrum til allflestra landa.

Undanfarin ár höfum við boðið viðskiptavinum okkar viðbótarþjónustu í formi vöruhýsingar og dreifingar í Evrópu og Bandaríkjunum samhliða framleiðslu bóka.

Viðskiptavinir Prentmiðlunar hafa í gegnum árin lagt mikla áherslu á prentgæði og vandað bókband eins og þær bækur sem við höfum komið að framleiðslu á bera glöggt merki. Sýnishorn af nokkrum þeirra má sjá hér á heimasíðu okkar.

Óhætt er að segja að eitt stærsta verkefni sem Prentmiðlun hefur séð um prentun og bókband á til þessa hafi verið bókin Flóra Íslands eftir Eggert Pétursson í útgáfu Crymogeu. Um gríðarlega stórt og vandað rit er að ræða en bókin vegur hvorki meira né minna en 12 kg og kemur í klæddum viðarkassa. Mikið er lagt upp úr vandaðri prentun og öllum frágangi.

Við eigum mikið úrval sýnishorna af barnabókum, orðabókum, fræðiritum, ljósmyndabókum, kortabókum, skáldsögum, dagbókum, spjaldabókum, matreiðslubókum, hannyrðabókum o.fl.

Einnig eigum við mikið úrval sýnishorna af bókbandsefnum, pappír, lesmerkiborðum, fólíum til þrykkingar, kjölkrögum, lakki o.fl.

Við hvetjum áhugasama til að hafa samband við okkur í síma 554 5800 eða með því að senda Eyþóri Páli tölvupóst á eythor@prentmidlun.is

Ljósmyndabækur

« af 2 »

Matreiðslubækur

Handbækur

« af 2 »

Barnabækur

Ýmsar bækur

« af 3 »