Við hjá Prentmiðlun getum boðið upp á stafrænt prentaðar bækur í bæði hörðu bandi og kilju, hvort heldur sem er svarthvítar eða í lit, saumaðar eða fræstar, nánast eins og um hefðbundna bókaprentun væri að ræða.
Með stafrænni prentun er hægt að prenta mun færri eintök á hagkvæmari hátt og skemmri tíma en við hefðbundna offsetprentun þar sem lágmarksmagn getur verið um 500 til 1000 eintök.